Það var skemmtilegt partí á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum laugardagskvöldið 12. mars 2022 þar sem komu góðir gestir og hituðu upp fyrir söngvakeppnina í sjónvarpinu. Þetta voru þeir Gunnar Erlendsson og Helgi Stefánsson sem tóku nokkur lög sem kættu alla. Stemningin var því góð þegar farið var að horfa á keppnina sem var æsipennandi en lauk með sigri systranna Siggu, Betu og Elínar.
Það var kátt yfir fólki og kunni það þeim Gunnari og Helga bestu þakkir fyrir komuna.
Þær tóku nokkur dansspor skvísurnar.
Svo var covidtískan kvödd. Covid19 kom við á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Klausturhólum í febrúar. Flestir, bæði vistmenn og starfsmenn, fengu covid. Sumir urðu mikið veikir og aðrir minna en nú virðist sem covid hafi kvatt og þar með covidtískan sem þau sýna okkur Hasse og Magga hér á myndunum.