Skaftárrétt 2021 og Covid-19
Skaftárrétt verður laugardaginn 11. september nk. kl. 9:00. Í ár, líkt og í fyrra, verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna Covis-19. Samkvæmt leiðbeiningum almannavarna gildir 300 manna fjöldatakmörkun við réttarstörf og á það við fullorðna og börn fædd 2015. Börn fædd 2015 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.
Vegna Covid-19 mælist fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar til að hámark 30 fullorðnir (fæddir 2016 eða fyrr) komi í lögréttina frá lögbýli í fjallskiladeildinni sem eiga fjárvon í lögréttinni. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin þessari reglu. Lögbýlin eru: Fossar, Þykkvibær III, Hraunkot, Mörk, Kirkjubær II, Kirkjubæjarklaustur II, Hunkubakkar BKH, Hunkubakkar PHH og Ásgarður. Einnig er mælst til að það komi að hámarki 30 fullorðnir fyrir hönd fjallskiladeildar Austursíðuafréttar í lögréttina. Leiðbeiningunum er hægt að hlaða niður hér
Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að
,, VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR“
Fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar