Skaftárstofa opnar aftur mánudaginn 12. apríl 2021. Opnunartíminn verður, til að byrja með, virka daga milli klukkan 9 og 12. Opnunartíminn mun svo lengjast þegar við nálgumst sumarið og ferðamönnum fer að fjölga. Í Skaftárstofu býðst gestum að skoða sýninguna "Mosar um mosa frá mosum til mosa. Í Skaftárstofu er líka hægt að fá upplýsingar um gönguleiðir og áhugaverða staði í nágrenni Kirkjubæjarklausturs auk upplýsinga um Vatnajökulsþjóðgarð.