Sorphirða - nýtt fyrirkomulag
03.09.2023
- Föstudaginn 1. september síðastliðinn var undirritaður verksamningur milli Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps annars vegar og Kubbs ehf. hins vegar, um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur.
- Samningurinn sem er til sex (6) ára, tók gildi 1. september síðastliðinni og rennur út 31. ágúst 2029. Þá verður jafnframt hrint í framkvæmd breytingu á núverandi sorphirðukerfi. Tekið verður upp 4ra tunnu kerfi þar sem gert er ráð fyrir aukinni flokkun sorps.
- Kynning á hinu breytta fyrirkomulagi mun fara fram með kynningarfundum og útgáfu handbókar sem dreift verður til íbúa.

F.v. Jóhannes Gissurarson oddivit Skaftárhrepps, Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri Skaftárhrepps,
Sigurður Óskarsson fulltrúi Kubbs ehf., Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Björn Þór Ólafsson oddviti Mýrdalshrepps.