Strandblakvöllurinn er við hlið Íþróttamiðstöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri. Veðrið hefur leikið við íbúa Skaftárhrepps þetta sumarið og því er blakvöllurinn skemmtileg viðbót við annars góða íþróttaaðstöðu á staðnum. Í Íþróttamiðstöðinni er lítil líkamsræktarstöð og þar er hægt að leigja salinn (s. 487 4656). Úti er sundlaug með heitum potti og vaðlaug fyrir börnin. Íþróttamiðstöðin er opin alla daga frá 10 - 20 sumarið 2021.