Dagana 18. 19. og 20. október standa yfir viðgerðir á heita pottinum og vaðlauginni við sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri og verða potturinn og vaðlaugin því lokuð að mestu leyti þessa daga.
Opnunartími er 12:00 -19:00 þessa daga, sundlaugin er opin, svo og líkamsræktin og íþróttasalurinn.
Við biðjumst velvirðingar á þessu en vonum að viðgerðirnar skili okkur enn betri heitum potti og vaðlaug.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri