Í desember fór fram úttekt á hvernig til hefur tekist í flokkunarmálum í tilraunaverkefninu ásamt því að gerð var viðhorfskönnun hjá íbúum. Flokkun í sveitarfélaginu hefur batnað til mikilla mun ásamt því að íbúar eru orðnir jákvæðari gagnvart því að flokkun skili sér í umhverfisvænna sorphirðukerfi. Hér má nálgast skýrslur með ítarlegum niðurstöðum úr þessum könnunum. Senn fer að líða að lokum tilraunaverkefnisins og nú stendur yfir vinna hjá sveitarfélaginu að ákvarða hvaða sorphirðukerfi verður fyrir valinu ásamt því að útbúa nýja gjaldskrá.