Tíu ár frá öskugosi
Í tilefni þess að það eru liðin tíu ár frá því gaus í Grímsvötnum 2011 ætlar Menningarmálanefnd Skaftárhrepps að halda hátið. Við höfum fengið Zbigniew til að semja tónverk af þessu tilefni og hann vill gera myndband með tónverkinu. Við leitum því til ykkar allra sem voruð í Skaftárhreppi á þessum tíma. Viljið þið gefa okkur myndir sem tengjast gosinu? Ein mynd getur sagt meira en mörg orð.
Ef þú vilt senda okkur myndir vinsamlegast sendu á netfangið kynning@klaustur.is - Lilja
Vinsamlegast merkið myndirnar með skammstöfun ljósmyndara og myndatexta í heiti myndar. T.d. LM_lömbin voru ringluð í öskunni.
Okkur langar að biðja um leyfi til að vinna myndirnar um leið og þær verða settar inn í myndbandið.
Skilafrestur mynda er til 15. febrúar 2021