Þökkum fyrir liðið ár: Allir í sveitinni, einstaklingar og fyrirtæki, eru hvattir til að senda inn á síðu Uppskeru- og þakkarhátíðarinnar stutta 20 - 100 orða frétt í orðum myndum eða myndband þar sem kemur fram hvað viðkomandi er þakklátur fyrir á síðasta ári. Munið að setja #uppskeranklaustur. Við höfum svo margt að þakka. (Það má líka senda á kynning@klaustur.is ef fólk er ekki á fb).
Bílabíó á Klaustri. Laugardagskvöldið 24. október kl. 20 komum við öll á bílunum, með popp að heiman, og horfum á myndina Grease. Myndin hæfir öllum aldri og kannsi getum við tekið nokkur spor á bílaplaninu við íþróttahúsið. Presturinn okkar Sr. Ingimar mun segja nokkur orð áður en myndin hefst.
Göngum til gleði og heilsubótar
Útilistaverk. Allir í sveitinni eru hvattir til að setja upp listaverk fyrir utan húsið sitt, við afleggjarann eða í gluggana. Listaverkið getur verið búið til úr rekaviði, járni, heyrúllum, ljósaseríum eða öðru sem fólki dettur í hug. Dómnefnd mun velja bestu listaverkin og það eru vegleg verðlaun. Síðasti skiladagur er sunnudaginn 1. nóvember klukkan 15:00
Sendið mynd af listaverkinu á síðuna okkar Uppskeru- og þakkarhátíð í Skaftárhreppi, eða á instagram og munið að setja #uppskeranklaustur (Það má líka senda á kynning@klaustur.is)
Hér fyrir neðan er listaverkið Hólakjólar sem þær Þórdís Ella Böðvarsdóttir og Auður Hafstað sendu inn í gær.