Tillaga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi var samþykkt með 75% greiddra atkvæða í Skaftárhreppi. Ásahreppur felldi tillöguna og verður því ekki haldið áfram með sameiningarviðræður þessara fimm hreppa. Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Mýrdalshreppur samþykktu tillöguna. Nánari úrslit má sjá á vef sveitarfélagins Suðurland og í fjölmiðlum.