Viltu starfa í Ungmennaráði ?
19.02.2025
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps auglýsir hér eftir umsóknum í Ungmennaráð Skaftárhrepps.
- Meðlimir Ungmennaráðs skulu hafa lögheimili í Skaftárhreppi og vera á aldrinum 12-18 ára.
- Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2025.
- Helstu hlutverk ráðsins eru:
- að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum
- að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
- að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Skaftárhreppi.
- að gera tillögur til Velferðarráðs og sveitarstjórnar um hvernig best væri að standa að forvarnarmálum ungmenna.
- að leggja fram tillögur um það hvernig æskilegt væri að haga starfsemi stofnana sveitarfélagsins.
Sótt er um hér:
Hér má sjá reglur um Ungmennaráð: