VÍSITASÍA BISKUPS ÍSLANDS
Dagana 9. og 10. nóvember mun biskups Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, heimsækja
prestakallið og meðal annars skoða allar kirkjur og kapellur sem við höfum.
Þriðjudagskvöldið, 9. nóvember, klukkan 20:00 verður messa í Prestsbakkakirkju að þessu
tilefni en þar mun biskup prédika og blessa söfnuðinn. Fyrirhugaðri messu í
Þykkvabæjarklausturskirkju verður því frestað um sinn.
Á meðan biskup heimsækir kirkjurnar er öllum frjálst að koma og taka þátt í stuttri helgistund
í hverri kirkju fyrir sig. Heimsóknirnar verða eins nálægt þessum tímum og hægt er.
Þriðjudagurinn 9. nóvember.
kl. 13:00 – Þykkvabæjarklausturskirkja
kl. 15:00 – Grafarkirkja
kl. 20:00 – Messa í Prestsbakkakirkju
Miðvikudagurinn 10. nóvember.
kl. 08:30 – Núpsstaðarkapella
kl. 09:20 – Kálfafellskirkja
kl. 13:00 – Minningarkapellan
kl. 16:00 – Langholtskirkja