Afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu

Afmæli Kirkjubæjarskóla verður fagnað 2. maí 2022. Forseti Íslands verður gestur á hátíð skólans.
Afmæli Kirkjubæjarskóla verður fagnað 2. maí 2022. Forseti Íslands verður gestur á hátíð skólans.
Afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu
Fimmtudaginn 2. júní nk. verður haldin vor- og afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu. Skólinn varð 50 ára í október síðastliðnum en ekki var hægt að halda fjölmenna hátíð þá eins og allir vita.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður í opinberri heimsókn í Skaftárhreppi þann sama dag og mun hann heiðra okkur í skólanum með nærveru sinni milli kl. 12:25 – 13:10.
Nemendur og starfsfólk skólans munu setja upp sýningu í skólanum og verður hún opin frá kl. 11:00 – 15:30.

 

Kl. 16:00 verður hátíðardagskrá í félagsheimilinu Kirkjuhvoli, sem er öllum opin, í tilefni af afmæli skólans og komu forsetans.

 

Við vonumst til þess að sem flestir, fyrrum nemendur og starfsfólk, íbúar Skaftárhrepps og aðrir þeir sem áhuga hafa á, sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur þennan dag.
 
Starfsfólk og nemendur KBS