Ársreikningar

 

Niðurstaða ársreiknings ársins 2023

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu Skaftárhrepps fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 98.707.000 krónur.
  • Rekstrartekjur voru 1.065.342.000 krónur og rekstrargjöld 966.634.000 krónur.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðunnar eftir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 28.952.000 krónur.
  • Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar um 97.918.000 krónur og handbært fé frá rekstri um 75.176.000 krónur.
  • Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 112.072.000 krónur og fjármögnunarhreyfingar sem voru jákvæðar um 27.875.000 krónur.
  • Afborganir langtímalána námu um 29.153.000 krónur, en ný lán voru 57.940.000 krónur.
  • Handbært fé samstæðunnar lækkaði um 9.020.000 krónur á árinu 2023, handbært fé var í árslok 83.613.000.
    • Þrátt fyrir hagfellda niðurstöðu ársreiknings 2023 hefur á liðnu ári töluverðum fjármunum verið varið til styrkingar innviða sveitarfélagsins.

      • Hafinn var undirbúningur að endurskipulagningu á mannvirkjum grunnskólans þar sem lagt er upp með breytingar á innra skipulagi, ásamt viðbyggingum með það að markmiði að tengja saman nýjan leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirki.

      • Einnig má nefna að sveitarfélagið lagði aukið fjámagn til menningarmála og til íþrótta og æskulýðsstarfs. Gerðir voru styrktarsamningar til þriggja ára við björgunarsveitirnar Kyndil, Lífgjöf og Stjörnuna, ásamt kaupum á hjartastuðtækjum til sömu aðila. Kirkjusóknir sveitarfélagsins voru styrktar varðandi kórastarf.

      • Keypt var þjónustubifreið fyrir hreyfihamlaða einstaklinga og síðast en ekki síst var keypt ný slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Skaftárhrepps.

      • Allt eru þetta verkefni sem eru til þess fallin að styrkja samfélagið og efla viðnámsþrótt þess til framtíðar litið.

      • Hér má sjá ársreikning Skaftárhrepps fyrir árið 2023:
      • Hér má sjá sundurliðun ársreiknings fyrir árið 2023: