Niðurstaða ársreiknings ársins 2023
- Rekstrarniðurstaða samstæðu Skaftárhrepps fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 98.707.000 krónur.
- Rekstrartekjur voru 1.065.342.000 krónur og rekstrargjöld 966.634.000 krónur.
- Rekstrarniðurstaða samstæðunnar eftir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 28.952.000 krónur.
- Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar um 97.918.000 krónur og handbært fé frá rekstri um 75.176.000 krónur.
- Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 112.072.000 krónur og fjármögnunarhreyfingar sem voru jákvæðar um 27.875.000 krónur.
- Afborganir langtímalána námu um 29.153.000 krónur, en ný lán voru 57.940.000 krónur.
- Handbært fé samstæðunnar lækkaði um 9.020.000 krónur á árinu 2023, handbært fé var í árslok 83.613.000.