Ársreikningur Skaftárhrepps er settur fram samkvæmt reiknisskilum sveitarfélaga og samanstendur af A-hluta og B-hluta. Í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem eru fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti með skatttekjum. Til A-hluta teljast Aðalsjóður og Eignarsjóður. Í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem eru fjárhagslega sjálfstæð en rekstur þeirra er að mestu fjármagnaður með þjónustutekjum. Til B-hluta teljast svo sem, Skaftárljós, fráveita, leiguíbúðir og félagslegar íbúðir. Nokkur utan að komandi atriði svo sem launahækkanir, meiri kostnaður við framkvæmdir við Klausturveg 4, setja mark sitt á rekstrarniðurstöðu samstæðu Skaftárhrepps. Áhrifanna gætir fyrst og fremst í fjármagnsliðum samstæðunnar sem voru neikvæðir um 31.923.000 á árinu 2022.