- Skaftárhreppur vinnur nú við endurskoðun Aðalskipulags sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnar 25. september 2024 var samþykkt tillaga að nýju Aðalskipulagi fyrir Skaftárhrepp 2023-2043. Vinnslutillaga var kynnt frá 8. júlí 2024 til 22. ágúst 2024 og hefur þegar verið tekið tillit til þeirra umsagna sem bárust við vinnslutillöguna.
- Skipulagsgögn eru sett fram í greinargerð og á uppdráttum sem má nálgast í skipulagsgáttinni undir málsnúmerinu https://skipulagsgatt.is/issues/2024/873.
- Opið hús um endurskoðunina fyrir íbúa verður haldið miðvikudaginn 11. desember næstkomandi, frá klukkan 17:00 til 20:00, í fundarsal Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri.
- Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og alla þá sem hagsmuna eiga að gæta varðandi framtíðarskipulag. Eru því allir áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér tillöguna á opna húsinu á skrifstofu sveitarfélagsins.
Kirkjubæjarklaustri, 2. desember 2024.
Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri
Hér má sjá auglýsingu.