Auglýsing um skipulagsmál

 

  • Á fundi skipulagsnefndar 11. desember 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 22. september 2023 þar sem umsókn Lúdika um bygginarleyfi er vísað til skipulagsnefndar.
    • Sótt er um að reisa vélageymslu að stærð 179,3 m2 á einni hæð með gistiaðstöðu innan byggingarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dagsettir 29. ágúst 2023 fylgdu erindinu.

 

  • Skipulagsnefnd samþykkir að fyrirhuguð byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga en heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar þar sem fyrir liggur samþykki nærliggjandi lóðarhafa. Grenndarkynnt verði fyrir Hrífunesi 1A (L 236708), Hrífunesi lóð (L 216583) og Hrífunesi lóð D (L 222434).

 

  • Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1023/2023, eigi síðar en 12. janúar 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á bygg@klaustur.is, eða oskar@landmotun.is.

Hér má sjá aðaluppdrátt: