Auglýsing um skipulagsmál

Sveitarstjórn samþykkti á fundum sínum 25. september, 2024 og 8. október 2024 að auglýsa
eftirfarandi skipulagstillögur:

  1. Endurskoðun Aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Tillagan felur í sér endurskoðun á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2023-2043 og er sett fram á uppdrætti, í greinargerðum.
    Um er að ræða heildarendurskoðun aðalskipulags. Vinnan hefur staðið yfir frá því 2019 en tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja. Við endurskoðunina verður mótuð stefna um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í sveitarfélaginu öllu.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/873
  2. Snæbýli 1, ferðaþjónusta skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Fyrir eru 3 hús sem var 1. áfangi. Hús 4, 5, og 6 eru 2. áfangi og hús 7, 8, 9, 10 og 11 eru 3. áfangi. Tillagan var áður auglýst með athugasemdafresti til 30. júní 2022. Vegna ósamræmis við gildandi aðalskipulag þá er nauðsynlegt að endurauglýsa tillöguna samhliða endurskoðun aðalskipulags.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1440
  3. Deiliskipulag Efri Ey II og III skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Skipulagssvæðið nær til hluta af landi Efri-Eyjar II (L163319) og hluta af landi Efri Eyjar III (L163320). Skipulagssvæðið er um 3 ha. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina ramma utan um ferðaþjónustuna sem fyrir er á svæðinu og framtíðaruppbyggingu henni tengdri. Tillagan var áður auglýst með athugasemdafresti til 30. júní 2022. Vegna ósamræmis við gildandi aðalskipulag þá er nauðsynlegt að endurauglýsa tillöguna samhliða endurskoðun aðalskipulags.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1442
  4. Deiliskipulag Núpar-Breyting skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Tillagan sem gekk út á aukið byggingarmagn úr 3000 m² í 4700 m² var áður auglýst með athugasemdafresti til 5. júní 2023. Vegna ósamræmis við gildandi aðalskipulag þá er nauðsynlegt að endurauglýsa tillöguna samhliða endurskoðun aðalskipulags.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/318
  5. Hemruhlíð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Tillagan felur í sér 29 sumarhúsalóðir á bilinu 0,51-0,67. Tillagan var áður auglýst með athugasemdafresti til 1. nóvember 2023. Vegna ósamræmis við gildandi aðalskipulag þá er nauðsynlegt að endurauglýsa tillöguna samhliða endurskoðun aðalskipulags.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/595
  6. Giljaland skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Breytingin gengur út að deiliskipulagssvæðið er stækkað til suðurs og verður eftir breytingu 5,9 ha. Bætt er við byggingarreit B5 þar sem heimilt verður að reisa þjónustuhús og tæknirými, 6 smáhýsi sem hvert og eitt er 15,95 m² að grunnfleti og 4 smáhýsi 25 m² að grunnfleti.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1443
  7. Dalbæjarstapi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóð Dalbæjarstapa L236483 sem skipt var úr landi Ytri-Dalbæ Skaftárhreppi. Fyrirhugað deiliskipulag mun afmarka lóð, aðkomu, byggingarreiti og sérafnotareiti innan lóðar.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1444
  8. Laki skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
    Um er að ræða gerð deiliskipulags fyrir aðstöðu fyrir ferðafólk í Laka í Skaftárhreppi, sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Við stofnun þjóðgarðsins var áformað að efla þjónustu við ferðamenn á svæðinu og er gerð deiliskipulags liður í því, en stefnt er að gerð gönguleiða og uppbyggingu bílastæða og áningarstaðar.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1445
  9. Miðsvæði Kirkjubæjarklaustur, nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 40. gr.
    skipulagslaga nr. 123/2010
    Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Kirkjubæjarklausturs sem er um 20,8 ha að stærð. Helstu forsendur deiliskipulagsins eru annars vegar að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, og hins vegar að skipuleggja nýtt íþróttasvæði í sveitarfélaginu.
    Skipulagsgátt hlekkur: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1447
  • Ofangreindar tillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4 á skrifstofutíma
    sveitarfélagsins. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar undir skipulagsgátt undir málsnúmerum hér að ofan.
  • Mál 1-8 eru til kynningar frá og með 6. desember 2024 til 20. janúar 2025.
  • Mál 9 er til kynningar frá og með 6. desember 2024 til 6. janúar 2025.
    Athugasemdum og ábendingum skal skila í skipulagsgátt undir viðeigandi málsnúmerum
    eða á netfangið klaustur@klaustur.is.
  •  Hér má finna stafrænt Aðalskipulag

 

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps
Óskar Örn Gunnarsson

Hér má sjá auglýsingu