Auglýsing um styrki

Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Umsókn er möguleiki!
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Umsókn er möguleiki!

Umsóknarfrestur er til 30. nóv 2020.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla atvinnulíf og nýsköpun.

Skv. úthlutunarreglum munu starfshópar skipaðir af ráðherrum meta umsóknir en horft verður til ýmissa þátta við úthlutunina, m.a. hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið við úthlutum má finna í úthlutunarreglum.

Hver einstaki styrkur getur numið allt að 10% heildarupphæð úthlutana. Haustið 2020 eru heildarupphæðir sem ráðherrar hafa til ráðstöfunar sem hér segir:

  • Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: 10.000.000
  • Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: 7.900.000

Umsóknum skal skila rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins, www.minarsidur.stjr.is, í síðasta lagi 30. nóvember 2020

Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrest eða sem berast eftir öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Eftirtalin gögn skulu fylgja með umsóknum:

  • Upplýsingar um umsækjanda eða umsækjendur.
  • Upplýsingar um aðra þátttakendur og samstarfsaðila, ef einhverjir eru.
  • Nafn þess sem annast samskipti við ráðuneytið.
  • Nákvæm lýsing á verkefni, markmiðum þess og þýðingu fyrir umsækjanda og aðra.
  • Lýsing á því hvernig árangur verkefnisins verði metinn.
  • Tíma- og verkáætlun.
  • Fjárhagsáætlun, þar sem koma m.a. fram upplýsingar um áætlaðan kostnað, tekjur, hlutdeild annarra í kostnaði við verkefnið og styrkfé sem verkefnið hefur hlotið eða hefur sótt um.
  • Staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn.

Fyrirspurnir vegna styrkjanna sendast á netfangið postur@anr.is

Sjá auglýsinguna á vef Stjórnarráðsins