Auglýsing vegna alþingis- og sameiningarkosninga 25. september nk

Kjörskrár Skaftárhrepps vegna alþingis- og sameiningarkosninga sem fram fara 25. september nk., liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps að Klausturvegi 4, 2. hæð á Kirkjubæjarklaustri fram á kjördag. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Skaftárhrepps frá og með 15. september á opnunartíma mánudaga til fimmtudaga frá 10-14 en föstudaga frá 10-13. Einnig er hægt að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumannsembættum um allt land sjá nánar á eftirfarandi vefslóð; Kosningar | Sýslumenn (island.is) 

fh. sveitarstjórnar Skaftárhrepps

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Kjörfundur í Skaftárhreppi vegna kosninga til alþingis og sameiningar Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps verður haldinn í Kirkjubæjarskóla frá kl. 10-19. Gengið inn um aðaldyr á Héraðsbókasafninu að Klausturvegi 4. Kjósendur eru minntir á að hafa gild persónuskilríki með sér á kjörstað.

Kjörstjórn Skaftárhrepps