Auglýsing um Skipulagsmál í Skaftárhreppi.
Samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:
Deiliskipulagstillaga – Hemrumörk , landnúmer 163356
Deiliskipulagið tekur til 9.000 m2 svæðis úr 182 ha landi lögbýlisins Hemrumarkar (landnr. 163356)
í Skaftártungu, Skaftárhreppi. Í deiliskipulagi þessu er gert ráð fyrir byggingarreitum fyrir fjórar byggingar. Þannig er gert ráð fyrir byggingu eins íbúðarhúss auk tveggja gestahúsa og vélageymsluhúss. Sjá tillöguna hér
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 23. september til og með 4. nóvember 2021.
Skila skal skriflegum athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða beint á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps