Skrifstofur Skaftárhrepps flytja á Kirkjubæjarstofu

Skrifstofur Skaftárhrepps verða í Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri. (Ljósm. LM…
Skrifstofur Skaftárhrepps verða í Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri. (Ljósm. LM)

Skrifstofa Skaftárhrepps flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri, og opnar þar mánudaginn 15. febrúar 2021.

Skrifstofa Skaftárhrepps hefur verið í bráðabirgðahúsnæði á efri hæð Kirkjuhvols sem er félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri. Segja gárungarnir að sveitarstjórinn og byggingarfulltrúinn komi út úr skápnum en skrifstofur þeirra voru afar smáar og gluggalausar. Í nýja húsnæðinu er aftur á móti rúmgott og útsýni með afbrigðum fallegt.

Skrifstofa Skaftárhrepps verður opin sem áður frá 09:00 - 14:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 09:00 - 13:00. Síminn á skrifstofunni er 487 4840

Inngangur á Kirkjubæjarstofu er frá bílastæðinu ofan við Kirkjubæjarskóla þar sem áður var gengið inn í íbúðirnar í heimavistarálmunni. Aðgengi fyrir fatlaða er með lyftu frá bílaplaninu við Íþróttamiðstöðina. Vinsamlegast látið vita af ykkur í síma ef þið viljið koma þá leið því þá þarf að koma á móti og opna. 

Við hlökkum til að sjá ykkur á nýjum stað

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

 

Kirkjubæjarstofa