Lítil hugmynd getur orðið að stóru verkefni sem skapar atvinnu. (Ljósm. LM)
Byggðastofnun veitir langtímalán til reksturs fyrirtækja. Byggðastofnun getur í raun lánað í öll þau verkefni þar sem verið er að búa til atvinnu, hvort sem það er skartgripagerð eins aðila eða hótelrekstur.
Hér á suðursvæðinu er Byggðastofnun aðallega með lán til ferðaþjónustuaðila en hefur líka lánað í ýmis verkefni eins og ísgerð, landbúnað, garðyrkju, stór og lítil hótel, bílaverkstæði, fiskvinnslur, blómabúðir, líkamsræktarstofur og svo mætti lengi telja. Ef verkefnið skapar atvinnu þá er Byggðastofnun til í að skoða málið