Hverfisfljótið (Ljósm. LM)
Skipulagsmál í Skaftárhreppi.
Auglýst er hér breyting á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 469.fundi sínum þann 20.janúar 2022 breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Dalshöfða vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti.
Breytingin gengur út á það að áformað er að reisa allt að 9,3MW rennslisvirkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi. Fyrirhugað virkjunarsvæði er alfarið innan landareignar Dalshöfða.
Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið málsmeðferð skv. 2.mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
f.h. Skaftárhrepps
Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps
Ólafur Elvar Júlíusson