Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að framsæknum sérfræðingi í efnahags- og fjármálum með reynslu af og þekkingu á gagnagrunnum og – vinnslu. Viðkomandi ber ábyrgð á þróun og rekstri gagnagrunna og greiningu gagna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Kemur að þróun nýrra lausna í gagnamálum s.s. vöruhúsgagna, gagnalón o.fl.
- Vinnur með sviðsstjóra og öðrum sérfræðingum hag- og upplýsingasviðs að öflun, miðlun og úrvinnslu gagna um sveitarfélög.
- Tekur þátt í greiningu á fjármálum sveitarfélaga og efnahagsumhverfi þeirra.
- Innir af hendi önnur verkefni sem sviðsstjóri eða framkvæmdastjóri felur honum.
Um er að ræða fullt framtíðar starf. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, netfang: sigurdur.snaevarr@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að einstaklingi í starf sérfræðings á kjarasviði sem hefur til að bera frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og getu til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum. Starfslýsing.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast gerð reiknilíkana vegna kostnaðarmats kjarasamninga.
- Hefur umsjón með framkvæmd og úrvinnslu kjararannsókna kjarasviðs.
- Annast sérfræðiráðgjöf um framkvæmd og túlkun kjarasamninga ásamt gerð leiðbeininga til sveitarfélaga vegna launaútreikninga.
- Vinnur með sviðsstjóra og öðrum sérfræðingum kjarasviðs að undirbúningi og gerð kjarasamninga og tekur þátt í kjaraviðræðum.
- Innir af hendi önnur verkefni sem sviðsstjóri eða framkvæmdastjóri felur honum.
Um er að ræða fullt framtíðar starf. Nánari upplýsingar veitir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs, netfang: inga.run.olafsdottir@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.