Hnútuvirkjun verður í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi (Ljósm. LM)
Framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 27. apríl 2022 veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Hnútuvirkjun í Hverfisfljóti skv. framlögðum gögnum.
Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og framkvæmdin er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 sem auglýst var í b-deild Stjórnartíðinda 24.febrúar 2022.
Matsskýrslu framkvæmdarinnar ásamt viðaukum frá desember 2019 umsögnum sérfræðinga og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum frá 3. júlí 2020 er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is
Framkvæmdaleyfi gefið út 12.maí.2022
Fundargerð sveitarstjórnar frá 27.apríl 2022
Auglýsing í B-deild stjórnartíðinda 24.febrúar 2022
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Ólafur Júlíusson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Skaftárhrepps