Grenndarstöðvar þar sem kerið er fyrir lífrænt, annar gámurinn er fyrir óflokkað sorp og hinn er tvískiptur fyrir pappír og plast.
GRENNDARSTÖÐVARNAR TILBÚNAR
Núna eru grenndarstöðvarnar tilbúnar til notkunar og strákarnir sækja tunnurnar á næstu 3 dögum.
Þurfum að sækja tunnur í Álftaver, Skaftártungu, Meðalland, Landbrot og á Klaustri og nágrenni.
Byrjað verður að smala tunnum saman á Klaustri og svo koll af kolli næstu 3 daga, mánudag 23. maí, þriðjudag 24. maí og miðvikudag 25. maí.
Tunnurnar fara í geymslu á Klaustri á meðan tilraunaverkefnið stendur yfir.
Nánar má sjá staðsetningu grenndarstöðvanna á meðfylgjandi korti.
fh. Skaftárhrepps
Ólafur E Júlíusson
Skipulags- og byggingafulltrúi. Umhverfismál