Gullmolinn (Ljósm. LM)
Þeir sem styrktu gerð þessa verks voru
Uppbyggingarsjóður SASS, Katla jarðvangur, Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands og Skaftárhreppur. Bestu þakkir!
Gullmolinn er umhverfislistaverk eftir listatvíeykið YottaZetta. Í verkinu breytir listatvíeykið inntakshúsi fyrir heimarafstöð í gullmola, vísun í mikilvægi heimarafstöðva þegar þær voru byggðar. Áður en rafmagnið nam land á Íslandi notaðist fólk við lýsislampa sem ljósgjafa og brenndi tað og hvern annan eldsmat sem það komst yfir til að hita húsin. Með því að gylla inntakshúsið vill YottaZetta minna á hversu mikill fengur var í einnni svona lítilli virkjun sem veitti birtu og hita án sóts og stybbu.
Inntakshúsið er hluti af virkjun sem var ein þeirra fyrstu sem byggð var á Íslandi en Klausturvirkjun var fyrst byggð árið 1922 og er enn í gangi. Hún er ein af hundruðum virkjana sem bændur í Skaftafellssýslu byggðu víðsvegar um landið með tvö eintök af danskri handbók fyrir vélsmiði að vopni. Þegar erfitt vara að fá járn í túrbínurnar sóttu menn járn á fjörurnar og nýttu flök af strönduðum skipum sem efnivið í túrbínusmíðarnar.
Það er þó ekki laust við að tenginging við gull minni á gullgrafaraæðið sem hefur einkennt virkjanavæðingu eftir að ríkisrafmagnið ruddi sér til rúms og tók yfir hlutverk smávirkjananna.
Meiri upplýsingar um listamennina YottaZetta, og rafvæðingu í Skaftafellssýslu má finna á https://eldsveitir.is/2020/10/30/gullmolinn/
Skiltið sem myndin er af mun verða sett niður uppi á brún þegar frostlaust verður og sæmilega fært upp á brún.