Verðlaunaafhending á hestaþingi Kóps á Sólvöllum. Nú ætla Vestur-Skaftfellingar að sameinast um eitt hestaþing við Pétursey. (Ljósm. PP)
Sameiginlegt Hestaþing Hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldið síðustu helgina í ágúst á Sindravelli við Pétursey. Hvort mótið verður 1 eða 2 dagar fer eftir skráningu.
Mótið er opið. Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst: Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga. Tölti T3 Stjörnublikkstölti og T7, 100 m flugskeiði, 150 m skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki ef næg þátttaka fæst. Það eru peningaverðlaun í tölti. Stjörnublikk styrkir T3.
Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk og B-flokk er kr. 4.000.- Í barna og unglinga 1000,- Í tölti er skráningargjaldið 5000.- Engin skráningargjöld eru í pollaflokk og kappreiðum.
Skráningargjöld greiðist inn á reikn: kt. 540776-0169 reikningsnúmer 317-13-300111. Kvittun sendist á netfangið laraodds@gmail.com. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Skráning er á www.sportfengur.com. Skráningar í pollaflokk berist á netfangið laraodds@gmail.com. Skráningum lýkur kl. 23:59 mánudagskvöldið 22.ágúst nk. Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 8980825
Dagskrá og ráslistar verða birtir á lhkappa eftir að skráningu lýkur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnir og mótanefndir Kóps og Sindra