Íbúafundur 2. sept 2021

Hólmsá rennur úr Hólmsárlóni. Margir fallegir fossar eru í Hólmsá. (Ljósm. LM)
Hólmsá rennur úr Hólmsárlóni. Margir fallegir fossar eru í Hólmsá. (Ljósm. LM)

Íbúafundur vegna tillögu um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Kirkjuhvoli  fimmtudagskvöldið 2. september 2021 klukkan 20. Starfsmaður frá Umhverfisráðuneytinu kemur og kynnir tillöguna. Allir hvattir til að koma og kynna sér málin.

Hálendi Skaftárhrepps er viðamikið og þar eru margar náttúruperlur s.s. Rauðibotn, Strútslaug, Hólmsárlón, Mælifell, Hólmsá, Lauffellsmýrar og Laufbalavatnshellar. Svæðið liggur víða að núverandi mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs og því auðvelt að bæta þeim við Vatnajökulsþjóðgarð og sinna þeim á þann hátt sem gert er með svæði innan þjóðgarðsins. Verkefni starfsfólks þjóðgarðsins er að fræða gesti, bæta merkingar, sækja um fjárframlög í innviðasjóð til að uppbyggingar á þessum stöðum ásamt því að sjá um vörslu landsins. Eins og er eru þeir staðir sem fyrirhugað er að gera að þjóðgarði á forræði sveitarstjórnar Skaftárhrepps þegar kemur að verndum og aðgengi en ekki fylgir sérstakt fjármagn og því hefur lítið verið unnið í verndun eða aðgengismálum að þessum náttúruperlum. Auk þess er markmið Vatnajökulsþjóðgarðs að sinna fræðslu til nærsamfélagsins og að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins.

Hér er bréf frá  Náttúrufræðistofnun Íslands til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem farið er nánar yfir mat á verndargildi þeirra staða eru á þjóðlendum Skaftárhrepps. Á bls. 8 í skýrslunni er kort sem sýnir núverandi þjóðgarðslínu og þjóðlendur.

Dagskrá fundarins sem hefst kl 20:00

Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps ávarpar fundinn.

Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, kynnir mögulega stækkun vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar, og Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs, fara yfir reglugerð og stjórnfyrirkomulag þjóðgarðsins m.t.t. landnýtingar.

Fyrirspurnir og umræður, fundarstjóri Ólafur Helgason.

Fundarlok um klukkan 21:30

 

Sveitarstjóri Skaftárhrepps