Kirkjubæjarstofa afhendir Minjastofnun rúmlega 800 vörðuhnit

  • Í byrjun árs 2024 afhenti Kirkjubæjarstofa, Minjastofnun rúmlega 800 vörðuhnit frá 15 fornvörðuðum þjóðleiðum í Skaftárhreppi.
    • Um er að ræða alfaraleiðir, sem voru fjölmargar, bæði ferðaleiðir innan héraðs og einnig ferðamannavegir milli landshluta.
  • Kirkjubæjarstofa hefur um árabil staðið að söfnun og skráningu heimilda um fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi og gaf stofan út heimildarritið Fornar ferðaleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu“ árið 2018. Í framhaldi útgáfunnar var ráðist í nákvæma kortlagningu á ástandi leiðanna í dag og er hnitsetning á vörðum grunnþáttur í þeirri vinnu.
    • Sótt var um styrki til verkefnisins og fengust veglegir styrkir frá Vinum Vatnajökuls, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, RANNÍS og Skaftárhreppi.
  • Við vinnslu þessa verkefnis var leitað til margra staðkunnugra bæði heima í héraði og brottfluttra. Fá þeir allir hinar innilegustu þakkir fyrir hlýjar móttökur, óbilandi þolinmæði og ómetanlegar upplýsingar. Án þeirra hefði verkið orðið lítilfjörlegt. Aðstandendur Loftmynda ehf. fá bestu þakkir fyrir tæknilega aðstoð og framlag á stórkostlegum grunn- og lykilgögnum. Án þeirra hefði verkið hreinlega verið ógerlegt.
    • Allur sá fjöldi sjálfboðaliða sem lagði verkefninu lið fær einnig allra bestu þakkir fyrir óþreytandi framgöngu á vettvangi, glaðværð og jákvætt hugarfar. Þátttaka þeirra léði verkefninu líf og færði til áþreifanlegs raunveruleika.
  • Það er von þeirra sem að verkefninu standa að hinar fornu þjóðleiðir í Skaftárhreppi megi nýta sem nýjar útivistarleiðir til gagns og gleði fyrir íbúa hreppsins og gesti þeirra.

 

Hér má sjá skrá: