Kirkjuhvoll verður lögreglustöð!

Kirkjubæjarklaustri verður breytt í sviðsmynd fyrir glæpaseríu (Ljósm. LM)
Kirkjubæjarklaustri verður breytt í sviðsmynd fyrir glæpaseríu (Ljósm. LM)

Breyttar merkingar á Kirkjubæjarklaustri vegna upptöku sjónvarpsseríunnar Svartir Sandar

Undirbúningur er hafinn vegna upptöku kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Glassriver á þáttaseríunni Svartir Sandar sem tekin verður að hluta til á Klaustri. Leikstjóri sjónvarpsseríunnar er Baldvin Z. Hluti af undirbúningnum er að merkja nokkrar stofnanir og staði í þorpinu uppá nýtt. Íbúar verða varir við í vikunni fyrir páska að Kirkjubæjarskóli á Síðu verður merkt sem sjúkrahús, félagsheimilið Kirkjuhvoll breytist í lögreglustöð og húsnæði Klausturbleikju í nýlenduvöruverslun svo dæmi séu nefnd. Upptökur á þáttunum munu standa yfir frá 6. apríl nk. og er áætlað að ljúki um 7. maí og mun eflaust skapa líf og fjör á Klaustri. Íbúar verða upplýstir nánar um einstaka tökudaga og tímasetningar þegar nær dregur.

Sjáið meira um þáttaröðina í Fréttablaðinu

 

Changed markings at Kirkjubæjarklaustur due to the recording of the TV series Svartir Sandar

Preparations have begun for the film production company Glassriver's recording of the series Svartir Sandar, 
which will be partly shot at Klaustur.
The director of the TV series is Baldvin Z. Part of the preparation is to redesign some institutions
and places in the village. Residents will be warned in the week before Easter that Kirkjubæjarskóli á Síðu
will be marked as a hospital, the Kirkjuhvoll community center will be turned into a police station
and Klausturbleikja's premises into a colonial goods store, to name a few.
Recordings of the episodes will run from April 6. and is scheduled to end on May 7
and will no doubt create life and excitement at Klaustur.
Residents will be informed in more detail about individual shooting dates and times as time goes on.

Svartir sandar