Úr Vatnsfirði. Mynd af vef Umhverfisstofnunar
Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2021. Starfsmenn stofnunarinnar hafa endurskipulagt námskeiðið með það að markmiði að geta kennt það óháð aðstæðum í samfélaginu. Námskeiðið í ár verður allt kennt í fjarnámi.
Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 4. til 28. febrúar. Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt frá öðrum þjóðgörðum og víðar að.
Opnað verður fyrir umsóknir 4. janúar 2021. Hámarksfjöldi nemenda á landvarðarnámskeiði eru 32. Skráð er á námskeiðið eftir röð umsókna. Lágmarksfjöldi nemenda er 25 og fellur námskeiðið niður ef tilskilinn fjöldi næst ekki. Skráningafrestur er til 11. janúar 2021.
Dagskrá landvarðarnámskeiðsins
Megin umfjöllunarefni námskeiðsins er:
- Landverðir, helstu störf
- Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
- Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
- Gestir friðlýstra svæða
- Mannleg samskipti
- Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegar og verklegar æfingar
- Náttúruvernd, verkfærin okkar
- Vinnustaður landvarða
- Öryggisfræðsla
Auglýsingin á vef umhverfisstofnunar