Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli Skaftárhrepps (Ljósm. LM)
Lausar kennarastöður við Kirkjubæjarskóla á Síðu, skólaárið 2021 -2022
Um er að ræða stöður kennara á yngsta stigi og miðstigi.
Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér almenna bekkjarkennslu auk kennslu í stærðfræði og náttúrugreinum á mið- og efsta stigi.
Einnig er laus staða kennara í hönnun og smíði. Um hlutastarf er að ræða.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna eftir einkunnarorðum skólans; kærleikur, bjartsýni og samvinna.
Kennsluréttindi, hæfni í mannlegum samskiptum og flekklaus starfsferill er áskilinn.
Laun og starfskjör fara eftir kjarasamingi KÍ og Sambands ísl. sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um störfin gefur skólastjóri, Katrín Gunnarsdóttir í síma 487-4633 / 865-7440.
Umsóknir ásamt ferilskrá, uppl. um meðmælendur og sakavottorð skal senda til skólastjóra á netfangið
skolastjori@klaustur.is
Umsóknarfrestur til 26. mars 2021 Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 16. apríl 2021