Kirkjubæjarskóli á Síðu (Ljósm. LM)
Laust er 70% starf stuðningsfulltrúa við Kirkjubæjarskóla. Ráðningatími frá 1. mars til 31.maí með möguleika á áframhaldandi ráðningu næsta skólaár.
Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum og/eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
Verkefni eru meðal annars:
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi. ·
- Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
- Styður og/eða fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum.
Menntun og hæfniskröfur
- Æskilegt að hafa lokið námi sem stuðningsfulltrúi
- Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleika og jákvæðni.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og stundvísi.
Skv. grunnskólalögum nr.91/2008 er óheimilt er að ráða einstakling til starfa við grunnskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Laun skv. kjarasamningi SGS við sveitarfélög.
Starfið henta bæði körlum sem konum.
Umsóknarfrestur er til og með 19.febrúar 2021og skal senda til skólastjóra Katrínar Gunnardóttur á netfangið skolastjori@klaustur.is. Fyrirspurnir um starfið skal einnig senda á sama netfang.