Laust er til umsóknar starf upplýsinga- og skjalastjóra hjá Skaftárhreppi. Markmið starfsins er að tryggja skilvirka stjórnun upplýsinga, vinnslu þeirra, miðlun og vörslu til hagræðingar fyrir starfsemi sveitarfélagins og efla hagnýtingu upplýsinga- og miðlunarkerfa.
Meðal helstu verkefna:
- Samræma stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi sveitarfélagins
- Innleiða verklag og hafa umsjón með meðhöndlun gagna
- Undirbúningur skjala til héraðsskjalasafns
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna
- Sinna ýmsum tilfallandi verkefnum í tengslum við upplýsinga- og skjalastjórnun
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og/eða reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnunarkerfinu One system er kostur
- Gott vald á upplýsingatækni
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Starfsstöð sveitarfélagsins er á Kirkjubæjarklaustri. Launakjör eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í síma 487-4840 eða á netfangið sveitarstjori@klaustur.is
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.