Einstakur viðburður átti sér stað fimmtudaginn 19. október 2023 við setningu Uppskeru- og þakkarhátíðar, Skaftárhrepps.
Þá var undirritaður samningur á milli Skaftárhrepps annars vegar og Grafarsóknar, Langholtssóknar, Prestbakkasóknar og Þykkvabæjarklausturssóknar hins vegar um tónlistarstarf.
Með þessu samkomulagi mun Skaftárhreppur kosta allt sem varðar skipulag kórastarfs og æfingar auk starfs organista við kirkjur og kapellur innan sveitarfélagsins.
Samkomulagið er ótímabundið og léttir það mikið á rekstri sókna innan sveitarfélagsins. Reikna má með að Skaftárhreppur sé fyrsta og eina sveitarfélag landsins sem hefur stígið þetta gæfuspor.