Messa 6. júní

Í Grafarkirkju hafa kynslóðir átt sínar björtustu og döprustu stundir í 123 ár eða frá því 1898. Sá …
Í Grafarkirkju hafa kynslóðir átt sínar björtustu og döprustu stundir í 123 ár eða frá því 1898. Sá sem hannaði og smíðaði kirkjuna var Samúel Jónsson, faðir Guðjóns, húsameistara ríkisins. Kirkjan var friðuð 1990. (Ljósm. Ingólfur Hartvigsson)

 
Sunnudaginn 6. júní klukkan 14:00 verður messa í Grafarkirkju í Skaftártungu. sr. Ingimar Helgason þjónar og meðlimir úr kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórsins leiða okkur í fallegum söng undir stjórn og undirspili organistans okkar Zbigniew Zuchowicz.
 
Við virðum allar sóttvarnarreglur og verður handspritt við innganginn og grímuskilda meðan á athöfn stendur. Við biðjum ykkur líka að koma með miða með nafni, kennitölu og símanúmeri sem síðan verður eytt. Ef miðinn gleymist verður hægt að skrá sig við innganginn í kirkjunni.
 
Verið hjartanlega velkomin!