Mötuneyti Skaftárhrepps tekur formlega til starfa 1. apríl nk.
Þann 1. apríl 2021 tekur til starfa samrekið mötuneyti fyrir allar stofnanir sem heyra undir sveitarfélagið. Starfsemi mötuneytisins fer að mestu fram frá eldhúsinu í húsnæði Kirkjubæjarskóla en minniháttar matseld og framreiðsla verður áfram á Klausturhólum. Matráður verður Gunnar Erlendsson og aðstoðarmatráður Auður Hafstað Ármannsdóttir en einnig munu starfa með þeim Ismael Imaalitane Maali og Magdalena Laura Szeliska og eru þau boðin velkomin til starfa.
Magdalena vann áður í mötuneyti Klausturhóla ásamt Klavdija Bizjak og Wojciech Mieczyslaw sem hætta störfum. Starfsmenn skólamötuneytis Kirkjubæjarskóla, þær Kristín Ásgeirsdóttir og Rannveig Bjarnadóttir, munu ljúka störfum þann 26. mars 2021. Sveitarstjórn vill koma á framfæri miklum þökkum til þeirra sem hætta fyrir farsælt starf í þágu sveitarfélagsins með ósk um velfarnað.