Niðurstaða 484. fundar sveitarstjórnar.

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, hélt 484. fund sinn, þann 15. desember 2022.
    • Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
      • Fjárhagsáætlun ársins 2023 var samþykkt. (sjá hér)
        • Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir um 127 m.kr. á árinu 2023. Annað árið í röð þá eru framkvæmdir við Kirkjubæjarskóla, m.a. frágangur að utan og á lóð, stærstu einstöku framkvæmdir sveitarfélagsins.
        • Fjárhagsáætlun 2023 ber þess merki að nýjar áherslur eru lagðar til við rekstur sveitarfélagsins.
          • Mörg viðfangsefni bíða sveitarfélagsins í nánustu framtíð og því er mikilvægt að halda vel utan um það sem við höfum, og huga vel að þeim fjárfestingum og þeirri innviðauppbyggingu, sem nauðsynleg er, og fylgir fjölgun íbúa og aukinni atvinnustarfsemi á svæðinu. Við þær aðstæður er óhjákvæmilegt að auka skuldir sveitarfélagsins tímabundið, en það skilar sér fljótt til baka með auknum tekjum, bæði með útsvari, og auknum tekjum af atvinnustarfsemi. Á næstu árum mun sveitarfélagið ráðist í miklar fjárfestingar á íþróttamannvirkjum, leikskóla, grunnskóla, fráveitu, gatnagerð, færslu gamalla húsa og við endurskipulagningu í úrgangsmálum, svo eitthvað sé nefnt, sem og mörg önnur viðhaldsverkefni í sveitarfélaginu s.s. við Klausturhóla ofl.þ.h. Fjárfestingar og rekstur sveitarfélagsins á næstu árum, mun bera þess merki að það eru uppi gjörólíkar áherslur í rekstri sveitarfélagsins en á undanförnum árum. Það sést best á því að sveitarfélagið mun ráðstafa mun meira fjármagni til fjárfestinga en áður og nú er lögð meiri áhersla á viðhald fasteigna sveitarfélagsins sem og mörg brýn umhverfisverkefni s.s. uppbygging skólalóðar. Stærsta einstaka fjárfesting næstu ára hjá sveitarfélaginu, er færsla leikskólans og uppbygging gatna og íbúðahúsnæðis.
        • Sveitarstjórn tryggir í fjárhagsáætlun ársins 2023, fjármagn til Kirkjubæjarstofu til að standa straum af launum á nýjum forstöðumanni. Jafnframt er reiknað með því að keypt verði ný slökkvibifreið ef slík bifreið finnst á viðráðanlegu verði erlendis.
    • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða fjárhagsáætlun áranna 2024, 2025 og 2026.
      • Helstu atriði þriggja ára áætlunar eru:
        • Skuldir munu aukast lítilháttar. Framkvæmdir sveitarfélagsins eru áætlaðar um 136 m.kr. á árinu 2024, um 141 m.kr. á árinu 2025 og um 155 m.kr. á árinu 2026.
    • Sveitarstjórn samþykkti breytingar á byggðamerki Skaftárhrepps. (sjá hér)
    • Sveitarstjórnin  samþykkti breytingar á opnunartíma Gámavallar. (sjá hér)
    • Sveitarstjórn samþykkti nýja gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð. (sjá hér)
    • Sveitarstjórn samþykkti að leikskólanum Kærabæ yrði lokað á milli jóla óg nýárs.
    • Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að kanna hvaða breytingar og lagfæringar þurfi að gera á eldhúsi Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Klausturhóla, svo að Klausturhólar geti tekið að sér rekstur mötuneytis fyrir stofnanir sveitarfélagsins í heild sinni.
    • Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra að skoða þá kosti að flytja rekstur á þjónustuíbúðum við Klausturhóla 1 og 2 undir starfsemi Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Klausturhóla.
    • Sveitarstjórn samþykkti að skrifstofa Skaftárhrepps yrði lokuð á milli jóla og nýárs.

Hér má sjá fundargerðina:

Hér má sjá fjárhagsáætlun 2023 til 2026:

Hér má sjá yfirlitsræðu sveitarstjóra:

Hér má sjá fjárfestingaáætlun 2023 til 2026: