- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til 498. fundar, fimmtudaginn, 30. nóvember 2023.
- Það helsta sem gerðist á fundinum:
- Samþykktar voru samþykktir fyrir Öldungaráð Skaftárhrepps (sjá hér)
- Staðfestar voru tilnefningar í Ungmennaráð Skaftárhrepps (sjá hér)
- Samþykktar voru samþykktir um meðhöndlun úrgangs í Skaftárhreppi (sjá hér)
- Samþykkt var ný gjaldskrá fyrir sorphirðu- og sorpeyðingargjöld í Skaftárhreppi (sjá hér)
- Samþykktar reglur um refa- og minkaveiði í Skaftárhreppi (sjá hér)
- Samþykkt var að lækka fasteignaskattsprósentur í A flokki í 0,55% úr 0,625% (sjá hér)
- Staðfestur samningur á milli Orkusjóðs og Skaftárhrepps vegna jarðhitaleitar, jafnframt var samþykkt að semja við ÍSOR um þessa leit (sjá hér)
- Samþykkt var að framlengja samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands
- Staðfest var stofnframlag sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra kaupa Húsnæðis- mannvirkjastofnunar (HMS) á fasteignum að Skriðuvöllum 17 og 19.
- Samþykkt voru viðaukar við fjárhagsáætlun ársins 2023 (sjá hér)
- Samþykkt var að vísa fjárhagsáætlun ársins 2024 til síðari umræðu (sjá hér)
- Samþykkt var bókun um stöðu landbúnaðarins (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti að kaupa fimm (5) hjartastuðtæki. Fjögur af þessum tækjum verða gefin eftirfarandi aðilum: Björgunarsveitinni Kyndli, Björgunarsveitinni Stjörnunni, Björgunarsveitinni Lígjöf og Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum. Fimmta tækið verður staðsett á skrifstofu sveitarfélagsins.
- Staðfest var ráðning á fjármála- og skrifstofustjóra Skaftárhrepps. Verður nafnið gefið upp síðar.
Margt annað var gert á fundinum sem hægt er að lesa um í fundargerðinni.
Hér má sjá fundargerð:
Hér má sjá gögn fundarins:
Beðist er forláts á því hvað þetta birtist hér seint.