Niðurstaða 491. fundar sveitarstjórnar.

 

    • Sveitarstjórn Skaftárhrepps hélt 491. fund sinn, miðvikudaginn 26. apríl 2023.
    • Það helsta gert var á fundinum var eftirfarandi:
        • Ársreikningar Skaftárhrepps fyrir árið 2022 vísað til síðari umræðu.
        • Samþykkt var að leita samninga um kaup Mílu á ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins.
        • Samþykktar reglur um bifreiðanotkun (sjá hér)
        • Samþykkt að styrkja Skaftfellingakórinn í Reykjavík um 150.000 krónur.
        • Sveitarstjóra falið að kaupa bifreið sem er sérútbúin til að flytja einstaklinga sem bundnir eru hjólastól.
        • Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögur fyrir sveitarstjórn um hámarkshraða í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri.
        • Samþykktar nýjar reglur um skólaakstur þar sem börnum frá 3ja ára aldri er gefinn kostur á að nýta sér skólabifreið (sjá hér)
        • Samþykkt að bjóða út skólaakstur með sex(6) leiðum, verða útboðsgögn birt fljótlega ásamt auglýsingu.
        • Sveitarstjóri greindi frá því að sveitarfélagið hefði fengið 5.760.000 kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.