Niðurstaða 495. fundar sveitarstjórnar.
28.07.2023
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til 495. fundar, fimmtudaginn, 27. júlí 2023.
- Helstu niðurstöður fundarins voru meðal annarrs:
- Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði Kubbs í sorphirðu innan Skaftárhrepps
- Sveitarstjórn samþykkti að hafna öllum tilboðum sem bárust í vöruskemmu. Jafnframt var sveitarstjóra í samráði við slökkviliðsstjóra að kanna hvort skemman geti nýst sem hluti af björgunarmiðstöð sveitarfélagsins.
- Sveitarstjórn samþykkti að vísa umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir virkjun Hverfisfljóts til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
- Sveitarstjórn samþykkti að ráða Svavar Sigurðsson í starf skólastjóra Tónlistarskóla sveitarfélagsins og jafnframt mun Svavar sinna starfi organista og kórstjóra við Kirkjubæjarklaustursprestakall.
- Sveitarstjórn samþykkti að daggjöld á afrétti vegna smölunar heimalanda árið 2023 verði 18.888 krónur.
-
Sveitarstjórn lýsti yfir vonbrigðum um hvað fáir hafi séð sér fært um að bjóða í skólaakstur innan sveitarfélagsins, aðeins var boðið í fjórar (4) leiðir af sex (6), fellu bjóðendur frá tveimum leiðum. Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Byggðaból ehf um akstur á leið 3 (Fljótshverfi) og Pál Símon Oddsteinsson um akstur á leið 5 (Álftaver). Jafnframt samþykkti að fela oddvita og sveitarstjóra að finna bifreiðastjóra í fjórar (4) leiðir.
- Hér má sjá fundargerðina:
- Hér má sjá fundargögn: