Niðurstaða 496. fundar sveitarstjórnar.

 

    • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til 496. fundar, fimmtudaginn, 14. september 2023
    • Helstu niðurstöður fundarins voru meðal annarrs:
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fela Intellecta að auglýsa eftir fjármála- og skrifstofustjóra fyrir sveitarfélagið: Núverandi fjármála- og skrifstofustjóri, hefur óskað eftir því að láta af störfum vegna aldurs á árinu 2024.
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að styðja umsókn Ungmennasambands Vestur- Skaftafellssýslu um að halda Landsmót 50+ á Kirkjubæjarklaustri sumarið 2025.
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða nýjar reglur um úthlutun á leiguhúsnæði í eigu Skaftárhrepps (aðrar en félagslegar íbúðir). Hér má sjá reglurnar. 
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að selja Mílu ljósleiðarakerfi sitt.
      • Fyrir sveitarstjórn voru lagðar úttektarskýrslur frá Eflu verkfræðistofu og kostnaðaráætlun frá Ráðbarði sf. vegna Félagsheimilisins Kirkjuhvols. Hér má sjá frétt um málið. 
      • Lagður var fram listi yfir skráða áfangastaði í sveitarfélaginu, reyndist hann vera einn og var það göngubrú yfir Skaftá. Hér má sjá gögnin sem lögð voru fram.
      • Sveitarstjórnin brást við miklu rekstrartapi sundlaugar með því að breyta opnunar tíma hennar. Hér má sjá frétt um málið. 
      • Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða að fyrirtækið Líf og Sál yrði fengið til að gera vinnustaðagreiningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu sem allra fyrst.

       

    • Hér má sjá fundargerð fundarins
    • Hér má sjá fundargögn fundarins.