Niðurstaða 505. fundar sveitarstjórnar

 

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til fundar þann 29. apríl 2024.
  • Meðal annars var eftirfarandi gert:
    • Sveitarstjórn samþykkti að sameina Kirkjubæjarskóla á Síðu og Heilsuleikskólann Kærabæ.
      • Mun sameiningin taka gildi frá og með 1. ágúst 2024, fram að þeim tíma verður leitað eftir samráði við nærumhverfi um fyrirkomulag og rekstur á nýrri stofnun sveitarfélagsins.
    • Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti jafnframt að ráða Valgeir J. Guðmundsson, sem verkefnastjóra frá og með 1. maí 2024, vegna verkefna sem tengjast framkvæmd sameiningarinnar. Jafnframt mun Valgeir taka að sér stjórn leikskóla fram að sameiningu stofnana.
    • Náðst hefur samkomulag við Katrínu Gunnarsdóttur, skólastjóra, Kirkjubæjarskóla á Síðu, um starfslok hennar sem verða þann 31. maí 2024, vegna skipulagsbreytinga þ.e. vegna sameiningar skólastiga í Skaftárhreppi sem felur í sér að staða skólastjóra í núverandi mynd verður lögð niður.
    • Sveitarstjórn samþykkti samning á milli Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps við Tröppu þjónustu vegna þjónustu talmeinafræðings í leik- og grunnskólum sveitarfélaganna. (sjá hér)
  • Sveitarstjórn staðfesti fyrri ákvörðun sína vegna samstarfslýsingu um öruggara Suðurland. (sjá hér)

Hér má sjá fundargerð fundarins:

Hér má sjá fundargögn fundarins: