Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar og Kötlu jarðvangs

Við Tröllshyl leyndist kassi með leyniorði og límmiðum
Við Tröllshyl leyndist kassi með leyniorði og límmiðum

Nú er Uppskeruhátíðin búin og ratleiknum lokið en í leiknum fólst að farið var á ýmsa áfangastaði innan Skaftárhrepps og leitað að leyniorðum og límmiðum. Hægt var að taka þátt í þremur útfærslum, Litla-Lat en þá var farið á fjóra staði, Mið-Lat með átta staði og Stóra-Lat þar sem farið var á alla tólf staðina.

Þátttaka var framar björtustu vonum, rúmlega þrjátíu þátttakendur skiluðu inn þátttökuseðlum og flestir fóru á alla staðina. Einnig tóku fyrirtæki og einstaklingar því vel að gefa verðlaun og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Það voru: Kjarval sem gaf jóladagatöl, Snorri Baldursson gaf bókina um Skaftárelda, Hrífunes Guesthouse gaf bókina Food and Photography, Ómar Smári Kristinsson gaf Hjólabókina um Skaftafellsýslur, Kirkjubæjarstofa gaf bæklingana Gönguleiðir á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni og síðast en ekki síst gaf Hólaskjól gistingu fyrir fjóra í uppbúnum rúmum. Við þetta bætist að Katla jarðvangur gaf göngukort og Vatnajökulsþjóðgarður gaf gistingu í Blágiljum og Snæfelli, bækur um þjóðgarðinn og bókina Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum.

Verðlaunahafar eru:

Litli-Latur:

  • Tómas Hrafn Einarsson
  • Hörður Bjarni Bergþórsson
  • Vilhelm Logi Arnórsson

Mið-Latur

  • Alexander Dýri Eyjólfsson

Stóri-Latur

  • Iðunn Kara Davíðsdóttr
  • Þórdís M. Böðvarsdóttir
  • Bjarni Dagur Bjarnason
  • Sveinn Rúnar Múlakoti
  • Sigurlaug Jónsdóttir

Vinningarnir bíða í Skaftárstofu en vegna Covid verður upplýsingamiðstöðin aðeins opin á föstudögum frá 11 til 15, næstu vikurnar. Nánari upplýsingar eru í síma 8424237.

Vonandi höfðu allir gaman af þessum litla leik og kannski verður þetta hefð á Uppskeruhátíðum framtíðarinnar.

Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun og Katla jarðvangur þakka öllum þátttakendum og fyrirtækjum kærlega fyrir góðar viðtökur.