Sorphirða

      • Innleiðingu á nýju flokkunarkerfi er nú að ljúka. Með breyttu fyrirkomulagi verður sorp flokkað í plast, pappír, lífrænt og almennan úrgang.

        Breytingar byggja á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí 2021 og kveða á um að skylt verður að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Þetta er stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum en stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast. Skaftárhreppur fékk ekki undanþágu frá þessum lögum né reglugerðum sem byggja á þeim til að hafa óbreytt kerfi.

      •   Sorphirðudagatal 2023, frá og með 1. október 2023.

        Líta skal á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal. Veðurfar, veikindi, bilanir og aðrir ófyrirséðir þættir geta haft áhrif.

        Æskilegast er að staðsetja sorpílát í innbyggðum sorpgeymslum, en að öðrum kosti er nauðsynlegt að festa þau tryggilega, þó þannig að auðvelt sé fyrir sorphirðumenn að nálgast þau. Helst skal koma sorpílátum fyrir götumegin við hús og þannig, að leiðin að þeim sé greið og auðvelt sé að aka þeim að götu. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar.

        Kubbur ehf. s. 456 4166, sér um sorphirðu í Skaftárhreppur samkvæmt samningi.

      •  Grenndargámar

        Grenndargámar verða fjarlægðir á næstu dögum.

      •  

        Hér má finna nánari upplýsingar um flokkun:

      •  Íslenska

      • Enska

      • Pólska

 Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri.