Sorpmál í Skaftárhreppi

Endurvinnslu
Endurvinnslu "barinn" sem fengið hefur góðar móttökur ))

Tilraunaverkefnið - Vistvænna sorphirðukerfi í Skaftárhreppi

Tilraunaverkefnið okkar um vistvænna sorphirðukerfi í Skaftárhreppi rennur sitt skeið núna um mánaðarmótin mars–apríl, því líkur með þriðju könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Markmiðið með könnununum hefur verið að meta hvernig íbúar telja að verkefnið um breyttar sorplausnir í Skaftárhreppi hafi gengið. Niðurstöður úr fyrstu tveimur könnununum má finna á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is en niðurstöður úr þriðju könnuninni sem núna stendur yfir mun liggja fyrir uppúr páskum.

Sorphirðan - næstu skref

Sorphirðan í apríl og maí nk. verður með óbreyttu sniði og verið hefur en frá og með 1.júní er stefnt á að nýtt fyrirkomulag verði komið á skv. samþykkt sveitarstjórnar frá síðasta fundi þann 29.mars sl.

Verður gerð verðkönnun/leitað tilboða í aprílmánuði og eins og fyrr segir stefnt á nýtt fyrirkomulag þann 1.júní nk.
Stefnt er á að settar verði upp grenndarstöðvar í Fljótshverfi, Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri auk minni grenndarstöðva við Dverghamra og í Fjaðrárgljúfri. Inn á Kirkjubæjarklaustri verði settar upp litlar hverfisstöðvar fyrir endurvinnanlegt og lífrænt sorp. Almennu sorpi á Kirkjubæjarklaustri verði skilað beint á gámavöllinn. Síða og Landbrot skili sínu sorpi á gámavöllinn á Kirkjubæjarklaustri.
En að sjálfsögðu kemur þetta allt betur í ljós þegar verðkönnun/tilboð eru í húsi. Gætum þurft að málamiðla til betri lausna.

Gámavöllur í apríl 2021

Frá og með þriðjudeginum 6.apríl verður gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri einungis opinn sem hér segir, framhaldið auglýst síðar.  

Vika 14                                                                              Vika 15
5.apríl mánudagur frídagur                                                12.apríl mánudagur 15-17
6.apríl þriðjudagur 11-14                                                    13.apríl þriðjudagur 11-14
7.apríl miðvikudagur 15-17                                                14.apríl miðvikudagur 15-17
8.apríl fimmtudagur 11-14                                                  15.apríl fimmtudagur 11-14
9.apríl föstudagur 15-17                                                     16.apríl föstudagur 15-17


Vika 16                                                                               Vika 17
20.apríl þriðjudagur 10-14                                                  27.apríl þriðjudagur 10-14
22.apríl fimmtudagur 14-18                                                29.apríl fimmtudagur 14-18
24.apríl laugardagur 10-14                                                 1.maí laugardagur 10-14

Gámavöllurinn verður vaktaður og starfsmaður verður fólki til halds og traust við frekari flokkun á staðnum.

Þetta er tilraun í apríl, hvernig þetta gengur fyrir sig og hvernig fólki líkar þetta fyrirkomulag, tökum mið af nágrannasveitarfélögum okkar.

Kirkjubæjarklaustri 29.mars 2021 - Ólafur Júlíusson skipulags- og byggingarfullltrúi, bygg@klaustur.is  , gsm 897-4837