Á Skaftárstofu er gullskipið, Het Wapen Van Amsterdam, til sýnis. Þar er líka sýning á mosa, mosi er ekki bara mosi! (Ljósm. LM)
Um verslunarmannahelgina verður fræðsludagskrá við Skaftárstofu.
Laugardaginn 30 júlí
Barnastund - Hvernig málaði Kjarval?
Klukkan: 11 til 12.
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Náttúran skoðuð með augum Kjarvals, unnið með liti og myndir
Laugardaginn 30 julí
Margt býr í hólunum
Klukkan: 13 til 16
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Genginn er hringur í Landbrotshólum og hólarnir og nýtingarmöguleika þeirra skoðaðir.
Sunnudaginn 31. júlí
Málað í hrauninu
Klukkan: 13 til 16
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Gengið og málað í Landbrotshólum.