Lagabreytingar er varða friðuð og umsagnarskyld hús og mannvirki

  •  Þann 30. desember 2022 tók gildi breyting á lögum nr. 80/2012 um menningarminjar er varðar aldursmörk friðaðra og umsagnarskyldra húsa og mannvirkja.
  • Breytingarnar fólust i því að aldursfriðun húsa og mannvirkja var fest við árið 1923 og fyrr, er því ekki lengur í gildi svokölluð hundrað ára regla fyrir hús og mannvirki. Þá var einnig bætt við heimild fyrir Minjastofnun Íslands til þessað setja skilyrði fyrir röskun, breytingum, niðurrifi og flutningi friðaðra húsa og mannvirkja , sbr. 1. og 2. mgr. 29.gr. laganna.
  • Þá var umsagnaskylda húsa og mannvirkja færð til ársins 1940, þannig að eigendum húsa sem byggð eru frá 1924-1940 er skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau eða rífa, sbr. 1.mgr. 20. gr. laganna.

 

Sjá nánar hér: